Vetraræfingar GKG 2021
Vetraræfingar hefjast í 4. janúar og standa til 11. júní.
Í GKG fer fram öflugt barna- unglinga- og afreksstarf. Við erum með frábæra aðstöðu í Íþróttamiðstöðinni og Kórnum.
Kylfingar í almennum hópum geta valið hvort þau æfi í Kórnum eða Íþróttamiðstöðinni, tvisvar í viku, eftir því sem hentar búsetu og tímasetningu æfinga.
Keppnis- og framtíðarhópar æfa í Íþróttamiðstöðinni þrisvar í viku.
Vegna vetraræfinga:
Til þess að geta tekið þátt í vetraræfingum GKG fyrir 8-18 ára þarf að vera meðlimur í GKG og ganga frá félagsskráningu í GKG og á æfingar í Nóra Sjá verðskrá félagsaðildar hér sem gilda fyrir allt árið og einnig hér fyrir neðan ásamt æfingagjöldum. Við tökum jafnt á móti byrjendum sem lengra komnum börnum og unglingum.
Æfingatímabilið hjá okkur er tvískipt, þ.e. vetraræfingar eru frá jan-júní (þangað til skólum lýkur) og sumaræfingar frá júní til nóvember.
Æfingagjald fyrir almenna hópa, óháð aldri, 2x í viku 4. janúar til 11.júní er kr. 26.500 (æfingagjald fyrir 14.júní – 19. nóvember er kr. 26.500)
Æfingagjald fyrir framtíðar/keppnis/mfl. hópa 4. janúar til 11.júní er kr. 32.500 (æfingagjald fyrir 14.júní – 19. nóvember er kr. 32.500)
Félagsgjald fyrir allt árið er eftir aldurshópum:
Börn 12 ára og yngri 18.500 kr.
13 ára til og með 18 ára 29.400 kr.
19 ára til og með 25 ára 61.500 kr.
Skráning í GKG og á æfingar í Nóra er hér.

Frekari upplýsingar
Spurt og svarað
Hvernig er valið í keppnis- og framtíðarhópa?
Valið er í keppnis- og framtíðarhópa af þjálfurum. Miðað er við heilsárs ástundun og dugnað, þátttöku í GSÍ mótaröðum, Kristals mótaröð GKG, sem og forgjafarviðmið eftir aldri.
Hvenær eru vetrar- og sumaræfingar?
Vetraræfingatímabilið eru frá byrjun janúar þangað til skólum lýkur í kringum fyrstu til aðra viku í júní. Í kjölfarið taka við sumaræfingar og standa þær framyfir miðjan nóvember.
Getur hver sem er komið á æfingar hjá GKG?
Til þess að taka þátt á æfingum hjá GKG þarf að vera félagi í klúbbnum. Hver sem er getur sótt um félagsaðild hjá GKG.
Hvað kostar að æfa hjá GKG?
Gjöldin eru tvískipt, annars vegar æfingagjöld og hins vegar félagsgjöld, enda er nokkuð um það að börn og unglingar eru ekki á æfingum en eru í GKG til að geta leikið á völlunum og tekið þátt í mótum.
Verðskrána og upplýsingar um félagsgjöldin er að finna hér.
Er hægt að nýta iðkendastyrki bæjarfélaga til þess að niðurgreiða æfinga- og félagsgjöld?
Já, það er svo sannarlega hægt að nýta iðkendastyrkina til niðurgreiðslu æfinga- og félagsgjalda.
Kópavogur: Hér getur þú farið í gegnum skráningarkerfið.
Garðabær: Til að nýta hvatapeninga þá skoðið þið upplýsingarnar hér.
Hvernig er haldið utan um samskipti og dagskrá?
GKG notar Sportabler, sem er snjallforrit til að halda utan um dagskrá og samskipti æfingahópanna. Sportabler, sem er íslenskt vef- og snjallsímaforrti einfaldar alla viðburðastjórnun, samskipti og utanumhald íþróttastarfsins. Iðkendur fá t.d. áminningu fyrir hverja æfingu og viðburð á vegum íþróttafélagsins.
Sjá leiðbeiningar fyrir foreldra og iðkendur hvernig á að skrá sig í Sportabler hér.
Hvernig er hópunum skipt á æfingar?
Hópunum er skipt upp eftir aldri sem og getustigi. Hóparnir eru þá eftirfarandi: 8-10 ára, 11-12 ára og 13-15 ár og 16-18 ára.
Mismunandi áherslur eru þá lagðar á þau atriði sem lögð eru fyrir krakkana og er eins og kemur fram hér að ofan ákveðið eftir þátttöku í mótum og þess háttar hvort þau séu svo skráð í keppnishópa eða almenna hópa o.s.frv.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um æfingaskipulag.
Ef þú vilt afla þér meiri upplýsinga er skiptingu og áherslum gerð góð skil hér.
