Golfkennsla hjá PGA kennurum GKG
Hér fyrir neðan má sjá þau hópnámskeið sem eru í boði hverju sinni. Þessi námskeið eru opin öllum kylfingum, þú þarft ekki að vera félagsmaður til að taka þátt.
Vegna einka/parakennslu þá er best að hafa beint samband við PGA golfkennara, sjá upplýsingar um kennara GKG hér.
Einnig veitir íþróttastjóri GKG, Úlfar Jónsson, fúslega allar upplýsingar í síma 862 9204 eða ulfar@gkg.is
Með frábærri inni- og útiæfingaaðstöðu í GKG er hægt að æfa markvisst allt árið um í kring.
Fjögurra skipta námskeið hjá Ara
Námskeið í boði laugardaga 8.5 – 15.5 – 29.5 – 5.6
Námskeiðið hentar kylfingum sem vilja skerpa vel á grunnatriðum sínum í sveiflu og stutta spilinu, og hentar því vel byrjendum sem lengra komnum. Áhersla er lögð á grunnatriðin í púttum, vippum og sveiflu, auk góðra æfinga til að vinna með í framhaldinu.
Námskeiðið fer fram í Íþróttamiðstöð GKG (golfskálanum á neðri hæðinni í hermum nr. 1-4), þar sem allt er til alls hvað varðar golfherma og stutta spils aðstöðu.
Tímar í boði:
Kl. 10 – 11; 11 – 12; 12 – 13; 13-14.
Athugið að enginn tími er 22. maí.
Aðeins hámark 4 nemendur í hverjum hópi
Verð kr. 19.000 per mann.
Innifalið: Hermir og kennsla.
Kennari: Ari Magnússon, PGA kennari
Smelltu hér til að bóka þig á námskeiðið. Gengið er frá greiðslu í lok skráningar, hafðu greiðslukort við höndina.
Námskeiðin eru opin öllum kylfingum, hvort sem eru í GKG eða öðrum/engum golfklúbbum. Endilega áframsendu á golffélaga þína.