Golfkennsla
Almenn golfnámskeið

Nýliðanámskeið GKG

Golfakademía GKG býður upp á almenn námskeið allt árið um kring. Upplýsingar um námskeið í boði er að finna í fréttum á heimasíðu GKG sem og hlekknum hér. Einnig hægt að hafa samband við Úlfar íþróttastjóra í síma 862 9204 eða ulfar@gkg.is

Skráning á nýliðanámskeið GKG 2021 

Nýliðanámskeiðin eru einungis ætluð nýjum félögum í GKG sem eru að stíga fyrstu skrefin í golfinu. Nýjir félagar sem koma úr öðrum klúbbum, hafa fengið forgjöf eða áður tekið þátt á nýliðanámskeiði á vegum golfklúbbs, hafa ekki heimild til að taka þetta námskeið. Við bendum þeim á að skoða almenn hópnámskeið eða einkakennslu hér. Þessi námskeið henta ekki börnum, en við bendum á æfingar fyrir börn og unglinga. Nemendur fá námskeiðsgögn, tæknikennslu, spilkennslu og reglufræðslu. Auk þessum bjóðum við án endurgjalds vikulegar æfinga í framhaldinu undir handleiðslu PGA kennara GKG frá 24. maí – 19. júlí, enda okkar markmið að hjálpa nýjum kylfingum eftir fremsta megni að ná tökum á íþróttinni. 

Innifalið í árgjaldi nýrra félagsmanna sem eru byrjendur er sérstök nýliðafræðsla sem samanstendur af þremur aðskildum tímum (grunntæknikennsla, reglufræðsla og spilakennsla). Að auki gefst nýliðum kostur á að mæta í vikulega hóptíma hjá PGA kennara á vegum GKG, án endurgjalds, enda viljum við koma nýju fólki vel af stað svo þau geti farið sem fyrst að spila og njóta alls þess sem GKG býður upp á.

Í boði er þriggja skipta fræðsla, auk vikulegra tíma í framhaldinu, og eru þetta eru dagsetningarnar sem standa til boða:

Tvö námskeið eru í boði eins og sést á töflunum hér fyrir neðan. Hámarksfjöldi á hvoru námskeiði er 24 manns. Skráning hefst fljótlega.

Hópur 1
Þema Dags. Klukkan Mæting
Reglufundur 11.maí 20 – 22 GKG skáli
Spilkennsla 12.maí 17:30 – 19:00 GKG skáli
Sveifla og stutta spil 13.maí 17:30 – 19:00 GKG skáli
       
Hópur 2
Þema Dags. Klukkan Mæting
Reglufundur 11.maí 20 – 22 GKG skáli
Spilkennsla 12.maí 17:30 – 19:00 GKG skáli
Sveifla og stutta spil 13.maí 19:00 – 20:30 GKG skáli
       
Hópur 3
Þema Dags. Klukkan Mæting
Reglufundur 18.maí 20 – 22 GKG skáli
Spilkennsla 19.maí 17:30 – 19:00 GKG skáli
Sveifla og stutta spil 20.maí 17:30 – 19:00 GKG skáli

Smelltu hér til að skrá þig á nýliðanámskeiðið

Síðan í framhaldinu…
Fastir vikulegir tímar á miðvikudögum frá 26. maí til 21. júlí.
Tímar í boði kl. 17-18; 18-19, 19-20
Hlöðver PGA kennari í GKG sér um námskeiðið.

Verð fyrir allan pakkann aðeins kr. 12.000

Athugið að þetta námskeið er ætlað nýjum GKG meðlimum árið 2021 sem eru byrjendur.