Liðakeppni GKG

Liðakeppnin vinsæla hefst að nýju þann 24. maí 2021!

ATH. 16 lið hafa þegar tilkynnt þátttöku og því er fullt í mótið.

Þetta er án efa eitt skemmtilegasta mót ársins, þar sem að kylfingar geta fengið að spila með Ryder/Solheim fyrirkomulagi, allt sumarið!

Leikfyrirkomulagið er eftirfarandi:

Lágmarks fjöldi leikmanna í liði er fjórir en hámarks fjöldi átta. Um er að ræða innanfélagsmót þar sem hámarks leikforgjöf er 30.

Hámarks fjöldi liða í mótið eru 16. Fjölda umferða má sjá hér að neðan, þó með þeim fyrirvara að fjöldi liða getur haft áhrif á fjölda umferða. Fjórir liðsmenn keppa í hverri umferð (allt að fjórir eru því í hvíld). Spilaðar eru 18 holur á Leirdalsvelli. Liðin hafa eina viku til að klára hverja umferð, með hléum, sjá nánar í keppnisdagatali.

Í riðlakeppninni verður liðum raðað í tvo forgjafahópa og dregið í riðla innan þeirra hópa.

Liðin leika öll úrslitaumferðina sunnudaginn 29. ágúst og allir keppendur hittast í slútti í íþróttamiðstöðinni að kveldi þess dags. Samhliða verðlaunaafhendingu fyrir liðakeppnina verður verðlaunaafhending fyrir holukeppni GKG og VITA mánudagsmótaröð GKG. Viggi og hans fólk í Mulligan galdra fram ómótstæðilegan kvöldverð í slúttinu á góðu verði.

Verð fyrir hvert lið í Liðakeppni GKG 2021 er 20.000kr.

Þegar lið er skráð til leiks taka þarf fram nafn þess og senda á mótsstjóra. Þáttökugjaldið greiðist um leið og lið hefur fengið staðfestingu á þátttöku.
Reikningsnúmerið er 133-26-200843 kt. 650394-2089

Keppt er um glæsilegan farandbikar og keppendur í sigurliðinu fá verðlaunapeninga. Auk þess verða veitt verðlaun fyrir flottasta liðsbúning mótsins og liðsstjóra sumarsins, sem liðin munu sjálf velja.

Skráning í mótið fer fram á oingibjorg@gmail.com

Skráning hefst 19. apríl – Fyrstur kemur, fyrstur fær. Skila þarf inn nafni liðs í skráningunni. Lið þarf að vera fullskipað tímanlega fyrir keppni svo það fari í réttan forgjafarhóp.

Það sem þarf að koma fram í póstinum er:

  • Nafn liðs
  • Leikmenn (Fullt nafn + aðildarnúmer, forgjöf allra leikmanna, lágmark 4 aðilar hámark 8)
  • Nafn, netfang og símanúmer liðsstjóra

Áður en keppnin hefst funda liðsstjórar með mótsstjóra í íþróttamiðstöðinni þar sem farið verður yfir leikreglur mótsins.

Einstaklingar sem vilja freista þess að komast í lið sendi póst á fannar@gkg.is

Sérstök Fb síða verður stofnuð til að halda utan um keppnina.

Mótsstjórn keppninnar skipa Ingibjörg Þ Ólafsdóttir, Bergsveinn Þórarinsson, Björn Steinar Stefánsson og Agnar Már Jónsson.

Mótsstjóri er Ingibjörg Þ Ólafsdóttir
Netfang: oingibjorg@gmail.com
Sími: 847-7242

  • 24.05. – 30.05.             Fyrsta umferð A og B
  • 31.05. – 06.06.              Fyrsta umferð C og D
  • 07.06.  – 13.06.             Önnur umferð A og B
  • 14.06. – 20.06.             Önnur umferð C og D
  • 21.06. – 27.06.              Þriðja umferð A og B
  • 28.06. – 04.07.             Þriðja umferð C og D
  • 05.07. – 11.07.               Meistaramótsvika
  • 12.07. – 18.07.                  
  • 19.07. – 25.07.               Milliriðill, fjórða umferð M4 og M3
  • 26.07. – 01.08.              Milliriðill, fjórða umferð M2 og M1
  • 02.08. – 08.08.            Milliriðill, fimmta umferð M4 og M3
  • 09.08. – 15.08.              Milliriðill, fimmta umferð M2 og M1
  • 16.08. – 28.08.
  • 29.08.                            Úrslitaleikir og lokahóf

Liðakeppni GKG 2021 – Keppnisskilmálar

1.gr

Liðakeppni GKG er innanfélagsmót og einungis skráðir félagar í GKG geta tekið þátt. Tilkynna skal samsetningu liðs við skráningu sem er óbreytanleg eftir að liðakeppnin hefst. Komi til þess að leikmaður getur ekki tekið frekari þátt í keppni vegna meiðsla, veikinda eða annarra ófyrirséðra orsaka eftir að mót hefst, getur mótsstjórn heimilað að liðsmanni sé skipt út fyrir annan, en mótsstjórn gæti farið fram á læknisvottorð eða önnur gögn til að nota við ákvarðanatökuna. 

2.gr 

Í riðlakeppninni verður liðum raðað í tvo forgjafahópa og dregið í riðla innan þeirra hópa. Liðin leika einnig innan síns forgjafahóps í milliriðli. Í lokin verður úrslitakeppni þar sem leikið verður um sæti. Fjöldi riðla fer eftir fjölda liða sem skrá sig til leiks (hámark 16 lið og 4 lið í hverjum riðli).  Leikið verður um öll sæti svo öll lið fái jafn marga leiki. Þátttökugjald er 20.000 kr. á hvert lið.

3.gr

Leikfyrirkomulag: Í hverri umferð er leikin holukeppni, einn fjórleikur með forgjöf (báðir kylfingar leika sínum bolta alla leið í holu og betra skorið gildir á holunni) og tveir tvímenningar með forgjöf. Leikið er með forgjöf í öllum leikjum. Ekki er leyfilegt að taka þátt í höggleikskeppni á sama tíma og leikið er í liðakeppninni, þ.e. blanda saman leikformum. Leikmaður ræður af hvaða teig hann leikur með þeim takmörkunum að báðir leikmenn liðs í fjórleik leika af sama teig. Leikforgjöf leikmanns ræðst af teigvalinu.

Leikið er samkvæmt golfreglum R&A og almennar staðarreglur Leirdalsvallar gilda.  

Hver leikur á milli liða gefur eitt stig. Ef leikur endar jafnt er leikinn bráðabani, einn tvímenningur, frá 1. braut þar til úrslit ráðast. Þeir leikmenn liðanna sem ræstir voru síðast út í viðkomandi leik heyja bráðabanann. Bráðabani er leikinn með forgjöf. 

Úrslit í riðlakeppni ráðast af fjölda þeirra stiga sem lið hljóta í keppninni. Verði sveitir jafnar að stigum ræður innbyrðis leikur. Verði 3 eða fleiri lið jöfn og innbyrðisleikir geta ekki skorið úr um úrslit riðilsins mun hlutkesti ráða röð. Hlutkesti er framkvæmt af mótsstjórn.

Úrslit í milliriðlum ráðast af fjölda þeirra stiga sem lið hljóta í keppninni. Verði sveitir jafnar að stigum ræður innbyrðis leikur. Verði 3 eða fleiri lið jöfn og innbyrðisleikir geta ekki skorið úr um úrslit milliriðilsins mun hlutkesti ráða röð. Hlutkesti er framkvæmt af mótsstjórn

Í úrslitakeppninni er sama leikform og í riðlum, einn fjórleikur og tveir tvímenningar. Ef leikur endar jafnt er leikinn bráðabani, einn tvímenningur með forgjöf. Leikið er þar til úrslit ráðast.

4.gr

Sett eru tímamörk fyrir hverja umferð. Leitast skal við af fremsta megni að allir leikir  viðureignar tveggja liða séu leiknir samdægurs. Ef engin leið finnst til að leika allar viðureignir samdægurs skal dagsetja hverja þeirra innan þriggja daga tímabils og þeir rástímar gilda. Rástímar allra viðureigna umræddrar keppni milli liða verður að ákveða áður en fyrsti leikur hefst. Ef liðin komast ekki að samkomulagi um rástíma þá ákveður mótsstjórn tímann og þeir rástímar gilda.   

5.gr.

Í hverju liði skal vera að lágmarki 4 og að hámarki 8 leikmenn. Tilkynna skal liðsskipan liðs, með reiknaðri forgjöf, á þar til gerð eyðublöð og skila í proshop fyrir hvern leik. Það skal gert tímanlega, eigi síðar en 10 mínútum áður en fyrsti leikur hefst. Eftir að lið hefur verið tilkynnt er óheimilt að breyta samsetningu liðs, eða röðun á leiki, fyrir umrædda umferð. Lið má ekki sjá liðsskipan mótherjanna fyrr en bæði lið hafa tilkynnt liðsskipan sína.

6.gr. 

Hámarksleikforgjöf hvers keppenda er 30. Í tvímenningsleikjum er forgjöf mismunur á leikforgjöf keppenda. Dæmi: Leikmaður A fær 12 í vallarforgjöf og leikmaður B fær 16. Mismunurinn er 4 og fær því leikmaður B forgjöf á 4 erfiðustu holur vallarins. Í fjórleiknum leikur hver leikmaður hins vegar skv. sinni forgjöf að frádreginni forgjöf forgjafarlægsta leikmannsins í hollinu, dæmi:

7.gr.

Ef ekki verður hægt að fara þá leið að allir leikir séu skráðir af leikmönnum beint í golfbox á meðan á leik stendur þá skulu úrslitin send á mótsstjóra strax eftir leik, undirrituð af liðsstjórum eða fulltrúum þeirra.

8.gr.

Komi upp ágreiningur um framkvæmd mótsins, skal öllum athugasemdum beint til mótsstjórnar. Ákvarðanir og niðurstöður mótsstjórnar eru endanlegar.

Mótsstjórn skipa Ingibjörg Þ Ólafsdóttir, Bergsveinn Þórarinsson, Björn Steinar Stefánsson og Agnar Már Jónsson.

Mótsstjóri er Ingibjörg s. 847-7242, oingibjorg@gmail.com 

15. apríl 2021

Mótanefnd GKG

Sigurvegarar ársins 2020 voru Tótal Slátturvélarnar.

Valkyrjurnar sigruðu keppnina um besta liðsbúninginn árið 2020.