VITAgolf Mánudagsmótaröð GKG
24.05.2021 – 16.08.2021
VITAgolf mánudagsmótaröðin er punktamót fyrir félagsmenn GKG. Spilað verður í tveimur flokkum, karlaflokki og kvennaflokki, og stendur mótið yfir stærstan hluta sumarsins. Mótaröðin er ein sú allra flottasta sem kylfingar geta tekið þátt í enda verðlaunin ekki af verri endanum en fyrsta sæti í karla og kvennaflokki fá sæti í næstu golfferð GKG með VitaGolf.
Kylfingar hafa 12 tilraunir til þess að ná inn þremur góðum hringjum, en það eru bestu þrír hringirnir sem telja til úrslita. Mótið hefst þann 24.05.2021, og verður spilað á hverjum mánudegi, fyrir utan meistaramótsvikuna, fram að 16.08.2021.
Kylfingar sem taka þátt í mótinu hafa tækifæri til að skrá sig tæpa viku fram í tímann, eða frá og með þriðjudegi vikuna áður. Þetta verður því kjörið tækifæri til þess að tryggja sér rástíma á Leirdalsvelli með lengri fyrirvara en venjulega.
ATH þegar þið skráið ykkur skuluð þið velja hvaða teig þið ætlið að spila á. Þeir aðilar sem skila skorkorti með engri eða rangri leikforgjöf/vallarforgjöf fá frávísun á viðkomandi hring. Ef réttur teigur er hringaður á skorkortinu, jafngildir það réttri leikforgjöf.
Hægt er að fylgjast með stöðu mótaraðarinnar á golfbox, en sérstakur stigalisti er fyrir mótið.
Vegleg verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin, bæði í karla– og kvennaflokki. Verðlaunaskrá 2021, í hvorum flokki er:
- sæti = Gjafakort í vorferð GKG með VITAGolf auk glaðnings frá Ölgerðinni og eignabikars.
- sæti = 10.000 kr. inneign hjá Matarkjallaranum, 10.000 kr. inneign hjá Olís auk glaðnings frá Ölgerðinni
- sæti = 10.000 kr. inneign hjá Olís auk glaðnings frá Ölgerðinni
Mótsstjórar árið 2021 eru Eggert Ólafsson og Fannar Aron Hafsteinsson.